Bjargráður Blind hafði andleg áhrif frekar en líkamleg gegn Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 10:45 Daley Blind er hann kom af velli gegn Úkraínu. Andre Weening/Getty Images Það fór um alla sem horfðu á Christian Eriksen hníga til jarðar í leik Danmerkur og Finnlands í fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu. Eriksen er heill á húfi en fyrir Daley Blind var þetta sem hitti aðeins of nálægt hjartastað. Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind var samherji Eriksen hjá Ajax frá 2008 til 2013. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan Blind þurfti að fá svokallaðan bjargráð sökum þess að hjartavöðvar hans voru bólgnir. Hann fann fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember 2019 og í kjölfarið fór hann í allsherjar rannsókn. Þar kom í ljós að Blind væri veill fyrri hjarta og því þurfti hann að fá bjargráð. Er það tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Thank you all pic.twitter.com/7Z32bcwb5X— Daley Blind (@BlindDaley) December 21, 2019 Það að horfa á Eriksen hníga til jarðar var því í raun tvöfalt áfall fyrir þennan hollenska varnarmann. Ekki nóg með að fyrrum liðsfélagi og vinur væri að hníga til jarðar heldur vissi Blind að hann sjálfur hefði getað lent í slíku atviki. Það var því kannski eðlilegt að Blind hafi íhugað að sleppa því að spila leik Hollands og Úkraínu degi eftir atvikið. Hann ákvað að láta á slag standa og byrjaði í 3-2 sigri Hollands. Blind spilaði þó aðeins rúman klukkutíma en kom tárvotur af velli þegar Hollendingar voru 2-0 yfir. Hann faðmaði einfaldlega Frank De Boer, þjálfara liðsins, og settist á bekkinn. Það var ljóst að Blind var ekki í ástandi til að klára leikinn. Daley Blind was emotional after coming off the pitch in Netherland's win over Ukraine, and considered not playing in the match. pic.twitter.com/fbLRGVBMyr— ESPN FC (@ESPNFC) June 14, 2021 Hollenska liðið var nálægt því að klúðra málunum án hans en liðið missti 2-0 forystu niður í 2-2 áður en Denzel Dumfries kom liðinu til bjargar. Reikna má þó með því að Blind verði á sínum stað í leik kvöldsins og ef eitthvað er að marka þennan rúma hálftíma sem hollenska liðið var án hans gegn Úkraínu þá er það einkar mikilvægt ætli liðið sér þrjú stig gegn Austurríki. Holland mætir Austurríki klukkan 19.00 í kvöld í leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira