Karólína Lea: Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 19:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir það hafa verið mikinn skóla að spila með Bayern München seinni hluta tímabilsins. Vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München, en hún gekk til liðsins frá Breiðablik í janúar. Hún segir tilfinninguna frábæra að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið. „Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
„Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira