UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 21:58 Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann er ekki hrifinn af. Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti