Þrjár líkamsárásir og ofurölvi par á veitingastað með barn Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2021 06:11 Margir hafa sótt skemmtanalífið í vikunni. Vísir/Kolbeinn Tumi Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og þurfti lögregla á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af nokkrum fjölda fólks vegna ölvunar. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira