Þrjár líkamsárásir og ofurölvi par á veitingastað með barn Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2021 06:11 Margir hafa sótt skemmtanalífið í vikunni. Vísir/Kolbeinn Tumi Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og þurfti lögregla á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af nokkrum fjölda fólks vegna ölvunar. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira