Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:30 Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Emmu Tall sem var búin að fagna sæti á heimsleikunum. Instagram/@emmtall CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira