Tillaga um Pál í heiðurssætið var felld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2021 07:01 Páll Magnússon var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu. vísir/vilhelm Tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar var felld með yfirgnæfandi meirihluta á kjördæmisráði flokksins síðasta laugardag. Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“ Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Páll er fyrsti þingmaður kjördæmisins og gaf hann kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera; hann hefði í raun ákveðið að hætta á þingi fyrir löngu en viljað bjóða sig fram til öryggis ef ske kynni að hann skipti um skoðun. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Ljóst er að Páll er ekki vinsæll meðal stórs hóps í kjördæminu en af samtölum Vísis við ýmsa úr þeim ranni má skilja að þær óvinsældir megi helst rekja til þess þegar Páll ákvað að styðja ekki framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Formaður ráðsins minnti svo á þetta vantraust í aðdraganda prófkjörsins, áður en Páll ákvað að draga framboð sitt til baka. Tillögu um Pál ekki vísað frá en hafnað með miklum meirihluta Fyrstu sex sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ráðast af úrslitum prófkjörsins, sem Guðrún Hafsteinsdóttir vann í maí. Á eftir henni koma svo þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. 21 manna kjörnefnd raðar síðan upp neðri sætunum og leggur fram tillögu að lista fyrir kjördæmisráð en í því sitja 108 meðlimir. Þegar samþykktur listi var birtur furðuðu sig margir á því að Páll væri ekki í heiðurssætinu, en það er síðasta sæti listans oft kallað, og töldu það jafnvel endanlega staðfestingu á því að Páll hefði hætt við að bjóða sig fram vegna lítils stuðnings í kjördæminu. Í heiðurssætinu situr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins og þingmaður til margra ára. Það kom mörgum í opna skjöldu að hann hefði verið fenginn í það hlutverk en flestir tengja Björn við Reykjavík en ekki Suðurlandið; hann hefur setið á þingi fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Björn Bjarnason var þingmaður beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Hann sat sem menntamálaráðherra 1995–2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.vísir/Baldur Á kjördæmaráðsfundinum var þó lögð fram breytingartillaga á tillögur nefndarinnar sem fólst í því að skipta Birni út fyrir Pál í heiðurssætið. Þá var hins vegar lögð fram frávísunartillaga á þessa breytingartillögu en hún var felld á jöfnum atkvæðum. Voru þá atkvæði greidd um hvort Páll skildi settur í heiðurssætið en hún var felld með afgerandi meirihluta. Þetta staðfestir einn þeirra sem situr í kjördæmaráðinu við Vísi, Jarl Sigurgeirsson, en hann situr einnig í sjötta sæti listans. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar. Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.vísir/Stöð 2 Hefðu aldrei haft Reykvíking í heiðurssætinu Í samtali við Vísi segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður kjörnefndarinnar, að hún geti ekki tjáð sig um það sem fram fór inni í nefndinni – þar ríki trúnaður. Hún vill ekki svara því hvers vegna Páli var ekki boðið heiðurssætið en segir þó: „Það er engin hefð í þessu og menn ganga ekkert að neinu öruggu. Það er bara þannig og hefur verið síðan Suðurkjördæmi var stofnað. Þetta var bara niðurstaðan núna enda Björn búinn að vinna gott starf fyrir land og þjóð í áratugi og er héðan úr kjördæminu.“ Spurð hvort Björn sé ekki meiri Reykvíkingur en nokkru sinni af Sunnlendingur þvertekur hún fyrir það: „Nei, nei, nei hann er með lögheimili hérna hjá okkur. Við hefðum ekki farið að setja Reykvíking í heiðurssætið.“ Og sami tónn var í Birni þegar Vísir heyrði í honum. Hann er með lögheimili sitt skráð á bænum Kvoslæk II í Fljótshlíð og segist búa á víxl þar og í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég er búinn að vera hér í Kvoslæknum síðan 2002. Hér höfum við verið með mikla starfsemi í gangi á sumrin og fengum meira að segja menningarverðlaun Suðurlands í fyrra,“ segir hann. Hann kveðst bæði spenntur og bjartsýnn fyrir komandi kosningum: „Ég er búinn að vera á ferðalagi um allt landið að kynna landbúnaðarstefnu með Kristjáni Þór Júlíussyni og það hefur gengið mjög vel.“
Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira