Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 15:46 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30