Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að gætt verði ítrustu varúðar þegar staðan verður metin í lok mánaðar. vilhelm gunnarsson Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira