Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:35 Guðjón Óskarsson, Reykvíkingur ársins ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax. Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Þegar Guðjón missti vinnuna í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins, efndi hann til tíu vikna átaks sem fól í sér að hreinsa upp tyggjóklessur af götum borgarinnar. Hann segist hafa hreinsað upp yfir 56 þúsund tyggjóklessur. „Ég taldi til dæmis tyggjóklessurnar sem ég hreinsaði upp í Ingólfsstræti á fyrsta degi. Þær voru nærri því átta hundruð bara öðrum megin götunnar,“ segir Guðjón. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við hundrað gráðu hita. „Þetta er hundrað prósent umhverfisvæn aðferð, enda fór ég í átakið vegna þess að mér þótti ástandið vera svolítið svakalegt á sumum stöðum í Miðborginni.“ Hér má sjá Reykvíking ársins 2021 við störf. Guðjón er búinn að fara nokkrar umferðir um Miðborgina og fer til dæmis alltaf reglulega niður Skólavörðustíg. Í hvert skipti eru komnar nýjar tyggjóklessur, en þeim fer þó fækkandi. Hann telur ungu kynslóðina vera orðna meðvitaða um að henda ekki tyggjóklessum á gangstéttir. „Vei tyggjókarlinn“ Í starfinu fær Guðjón hreyfingu og útiveru í nokkra klukkutíma á hverjum degi og segir hann þetta vera auðvelda leið til þess að halda sér í formi. Krakkar í bænum fagna Guðjóni og segir Guðjón þá gjarnan hrópa „Vei, tyggjókarlinn“ þegar þau sjá hann. „Ætlun mín var alltaf að vekja athygli á þessu vandamáli með átakinu. Þetta er sóðaskapur og vont fyrir umhverfið. Ég er umhverfissinni og vona að fólk geri mig atvinnulausan með því að hætta að henda tyggjói á göturnar. Ég hef hins vegar alltaf unnið og ætla ekkert að hætta því á meðan ég get,“ segir hann. Guðjón er ánægður með þann heiður að vera valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann er sá ellefti til þess að hljóta nafnbótina og fékk að opna Elliðarárnar í morgun. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að veiðin hafi verið treg og að Guðjón hafi ekki fengið lax.
Reykjavík Borgarstjórn Góðverk Stangveiði Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44