Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 13:17 Vala Pálsdóttir segir það sérstaklega ánægjulegt hversu vel konum hefur gengið í prófkjörum flokksins. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu. „Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
„Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira