Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 11:46 David Alaba og félagar í austurríska landsliðinu þurfa sigur í dag til að gulltryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en jafntefli myndi þó líklega duga þeim. Getty/Alex Gottschalk Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira