Fjölskyldum íslenskra dómara verið hótað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 15:56 Íslenskir dómarar hafa orðið fyrir áreiti og ógnandi tilburðum í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ákall um bætta framkomu í garð dómara á knattspyrnuvöllum landsins. Ákallið er tilkomið vegna frétta og frásagna af framkomu fólks í garð dómara undanfarnar vikur. Í ákallinu segir að dómurum hafi verið hótað vegna ákvarðana í leikjum, og að hótanir hafi jafnvel borist fjölskyldu dómara eftir leik. Nú sé mál að linni. Stjórn KSÍ bendir fulltrúum aðildarfélaga sinna á að starfsaðstaða fyrir dómara sé víða óboðleg og að gæslumenn, sem eru sjálfboðaliðar félaganna, misnoti aðstöðu sína til að hreyta ónotum í dómara. Það sama eigi við um fleiri starfsmenn félaganna. Ákallið frá stjórn KSÍ má lesa hér að neðan: Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Ákallið er tilkomið vegna frétta og frásagna af framkomu fólks í garð dómara undanfarnar vikur. Í ákallinu segir að dómurum hafi verið hótað vegna ákvarðana í leikjum, og að hótanir hafi jafnvel borist fjölskyldu dómara eftir leik. Nú sé mál að linni. Stjórn KSÍ bendir fulltrúum aðildarfélaga sinna á að starfsaðstaða fyrir dómara sé víða óboðleg og að gæslumenn, sem eru sjálfboðaliðar félaganna, misnoti aðstöðu sína til að hreyta ónotum í dómara. Það sama eigi við um fleiri starfsmenn félaganna. Ákallið frá stjórn KSÍ má lesa hér að neðan: Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ
Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira