„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 20:01 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. vísir/vilhelm/egill Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis. Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira