Gagnrýnir Guðmund: Enginn af landsliðsmönnum Melsungen hefur bætt sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 12:00 Guðmundur Guðmundsson er hér til vinstri en til hægri sést Bob Hanning með þýska landsliðsþjálfaranum Alfreði Gíslasyni. Getty/Martin Rose/Carsten Koall Varaforseti þýska handboltasambandsins hefur áhyggjur af þýsku landsliðsmönnunum sem spila undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá MT Melsungen. Bob Hanning er varaforseti þýska sambandsins og vann áður mikið með Degi Sigurðssyni hjá Füchse Berlin þar sem hann starfar enn. Guðmundur Guðmundsson þjálfar ekki aðeins íslenska karlalandsliðið heldur þjálfar hann einnig þýska Bundesligu liðið Melsungen. Í liðinu eru sex þýskir landsliðsmann og Bob Hanning er óánægður með stöðuna á þeim. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Hanning. Melsungen liðið tapaði bikarúrslitaleiknum á dögunum og er „bara“ í sjötta sæti í þýsku deildinni sem þykir ekki gott miðað við mannskap. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir,“ sagði Hanning en Füchse Berlin mætir Melsungen annað kvöld. Sex þýskir landsliðsmenn spila fyrir Guðmund Guðnundsson hjá Melsungen en það eru þeir Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Þeir vonast allir til að komast í Ólympíulið Alfreð Gíslasonar sem verður tilkynnt á mánudaginn kemur. „Ég held að menn séu bara saddir af því að þeir geta ekki unnið sér inn meiri pening annars staðar. Það sést inn á vellinum,“ sagði Hanning. Þýski handboltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Bob Hanning er varaforseti þýska sambandsins og vann áður mikið með Degi Sigurðssyni hjá Füchse Berlin þar sem hann starfar enn. Guðmundur Guðmundsson þjálfar ekki aðeins íslenska karlalandsliðið heldur þjálfar hann einnig þýska Bundesligu liðið Melsungen. Í liðinu eru sex þýskir landsliðsmann og Bob Hanning er óánægður með stöðuna á þeim. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Hanning. Melsungen liðið tapaði bikarúrslitaleiknum á dögunum og er „bara“ í sjötta sæti í þýsku deildinni sem þykir ekki gott miðað við mannskap. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir,“ sagði Hanning en Füchse Berlin mætir Melsungen annað kvöld. Sex þýskir landsliðsmenn spila fyrir Guðmund Guðnundsson hjá Melsungen en það eru þeir Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Þeir vonast allir til að komast í Ólympíulið Alfreð Gíslasonar sem verður tilkynnt á mánudaginn kemur. „Ég held að menn séu bara saddir af því að þeir geta ekki unnið sér inn meiri pening annars staðar. Það sést inn á vellinum,“ sagði Hanning.
Þýski handboltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira