Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 11:01 Bob Hanning gerði allt vitlaust með ummælum sínum um þýsku landsliðsmennina hjá Melsungen. getty/Jan-Philipp Burmann Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar. Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar. Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar.
Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira