Erlent

Prestur handtekinn fyrir sýruárás gegn biskupum í Grikklandi

Árni Sæberg skrifar
Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar þegar allt lék í lyndi.
Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar þegar allt lék í lyndi. Burak Kara/Getty

Grískur prestur á fertugsaldri var handtekinn í gær, miðvikudag, fyrir að kasta sýru yfir sjö biskupa grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Presturinn framdi sýruárásina þegar hann var yfirheyrður af biskupunum vegna ætlaðra brota í starfi.

Honum var gefið að sök að hafa haft kókaín í fórum sínum og stóð því til að svipta hann hempunni.

Þrír prestanna liggja nú á spítala og fá meðferð við sýrubruna, aðallega á andliti. Þá liggur einn öryggisvörður á spítala en sá reyndi að stöðva flótta prestsins.

Vassilis Kikilias, heilbrigðisráðherra Grikklands, heimsótti fórnarlömbin á spítala. Haft er eftir honum að eitt þeirra sé á leið í lýtaaðgerð á andliti.

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, ræddi við erkibiskup grísku rétttrúnaðarkirkjunnar og sagði gríska ríkið munu bjóða fram alla mögulega heilbrigðisþjónustu til að flýta fyrir bata fórnarlambanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×