Laporte, Forsberg og Ronaldo í liði riðlakeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2021 07:01 Ronaldo er að sjálfsögðu fremsti maður í liði mótsins til þessa. Robert Michael/Getty Images UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur birt lið riðlakeppni EM. Aymeric Laporte er í hjarta varnarinnar, Emil Forsberg á vinstri vængnum og Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu. Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira