Breska ríkisútvarpið BBC segir að björgunarlið frá öllum hlutum landsins auk nágrannaríkjanna Austurríkis og Slóvakíu hafi verið send á svæðið. Á myndböndum sjónarvotta frá þeim stöðum sem urðu verst úti sé umhorfs eins og eftir stríðsátök. Hálft þorpið Hrusky er þannig sagt rústir einar eftir bylinn.
Þýska fréttasíðan DW hefur eftir veðurfræðingur í tékknesku sjónvarpi að vindhviður sem mældust í bylnum kunni að vera þær snörpustu sem mælst hafa í landinu. Vindhraðinn hafi jafnast á þriðja til fjórða stigs fellibyl.
BREAKING: Tornado causes major damage in the Czech Republic pic.twitter.com/TdSm87Z4gG
— BNO News (@BNONews) June 24, 2021