Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 08:48 Britney Spears á tónleikum árið 2016. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. Frá þessu segir söngkonan í færslu á Instagram, en Spears mætti fyrir dómara á miðvikudag og krafðist þess endurheimta sjálfræði sitt. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir fjárhag og einkalífi söngkonunnar í einhver þrettán ár, eða frá því að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Söngkonan segir að fyrirkomulagið feli meðal annars í sér að hún verði að notast við getnaðarvarnir og komi í veg fyrir að hún geti gifst kærasta sínum. Í færslunni segir Spears að hún hafi ekki rætt málið áður vegna „stolts“. „Ég er að vekja athygli fólks á þessu þar sem ég vil ekki að það haldi að líf mitt sé fullkomið þar sem svo er alls ekki, og ef þið hafið lesið eitthvað um mig í fréttum í vikunni, þá vitið þið virkilega að það er það alls ekki.“ Hún bað aðdáendur sína sömuleiðis afsökunar fyrir að hafa falið sannleikann fyrir þeim. „Ég gerði það vegna stolts míns og ég skammaðist mín fyrir hvað kom fyrir mig,“ sagði Spears. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Söngkonan sagði í 23 mínútna ræðu sinni fyrir dómara á miðvikudag, að hún hafi verið í afneitun í öll þessu ár. „Ég hef verið í losti. Ég er í áfalli. […] Ég vil bara líf mitt aftur.“ Jamie Spears, faðir hennar, svaraði því svo til að hann hafi ávallt haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Frá þessu segir söngkonan í færslu á Instagram, en Spears mætti fyrir dómara á miðvikudag og krafðist þess endurheimta sjálfræði sitt. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir fjárhag og einkalífi söngkonunnar í einhver þrettán ár, eða frá því að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Söngkonan segir að fyrirkomulagið feli meðal annars í sér að hún verði að notast við getnaðarvarnir og komi í veg fyrir að hún geti gifst kærasta sínum. Í færslunni segir Spears að hún hafi ekki rætt málið áður vegna „stolts“. „Ég er að vekja athygli fólks á þessu þar sem ég vil ekki að það haldi að líf mitt sé fullkomið þar sem svo er alls ekki, og ef þið hafið lesið eitthvað um mig í fréttum í vikunni, þá vitið þið virkilega að það er það alls ekki.“ Hún bað aðdáendur sína sömuleiðis afsökunar fyrir að hafa falið sannleikann fyrir þeim. „Ég gerði það vegna stolts míns og ég skammaðist mín fyrir hvað kom fyrir mig,“ sagði Spears. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Söngkonan sagði í 23 mínútna ræðu sinni fyrir dómara á miðvikudag, að hún hafi verið í afneitun í öll þessu ár. „Ég hef verið í losti. Ég er í áfalli. […] Ég vil bara líf mitt aftur.“ Jamie Spears, faðir hennar, svaraði því svo til að hann hafi ávallt haft hagsmuni hennar að leiðarljósi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31