Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 14:31 Samuel Kwant er æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur en þau sjást hér fá fyrirmæli frá þjálfara sínum Ben Bergeron. Bæði unnu silfur á síðustu heimsleikum. Instagram/@samuelkwant Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka. CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka.
CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira