Sést til sólar? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 25. júní 2021 11:00 Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar