Öllu aflétt innanlands á miðnætti Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 11:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Safnahúsinu. Vísir/Arnar Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
En við skulum áfram fara varlega, sagði heilbrigðisráðherra, eins og svo oft áður, þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu rétt í þessu. Fyrst á Norðurlöndum Eins margir mega koma saman og vilja, engin grímuskylda er lengur í gildi og skemmtanalífið er opið til hálffimm. Eðlilegt líf er því að hefjast á ný, en á landamærunum eru enn skimanir og sóttvarnaráðstafanir í gildi. Heilbrigðisráðherra: „Það er stór dagur, ég finn það bara að það er dálítill hjartsláttur hjá mér, í glímunni við Covid-19.“ Ísland er fyrsta land á Norðurlöndunum til þess að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri, en ekki innanlands, meðal annars þar sem þau fáu smit sem hafi greinst undanfarið hafi ekki valdið veikindum. Leiðinlegi gaurinn í partíinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir: „Mér líður bara vel. Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæi í partíinu en við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum og gæta vel að okkur.“ Á meðal þess sem enn er ekki orðið eðlilegt eru til dæmis þau tilmæli sóttvarnalæknis að fara ekki óbólusettur til útlanda. Söguleg ljósmynd af sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra 13. mars 2020 þegar tilkynnt var um fyrsta samkomubannið vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm „Við erum hingað komin í dag til að kynna meiriháttar afléttingar á ráðstöfunum innanlands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það væri skrýtið að vera að tilkynna tilslakanir en ekki herðingar. Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. „Áætlanir okkar um framgang bólusetningarinnar hafa gengið eftir að fullu,“ sagði Katrín og þakkaði fólkinu í landinu fyrir að ráðast í verkefnið með stjórnvöldum. Allt samkvæmt áætlun Nú sér loks fyrir endann á tímabili margvíslegra sóttvarnatakmarkana sem hófst 15. mars 2020 með fyrsta samkomubanni í lýðveldissögunni. Minnisblöðin frá sóttvarnalækni eru orðin 60. Meira en vika er síðan síðasta smit af kórónuveirunni greindist hér innanlands og um 87% á bólusetningaraldri hafa fengið vörn með að minnsta kosti einni sprautu af bóluefni. Heilbrigðisráðuneytið gaf það út í apríl að í síðari hluta júnímánaðar yrði öllum takmörkunum innanlands aflétt, enda yrði hlutfall bólusettra að minnsta kosti komið upp í 75%. Það er nú komið vel yfir þau mörk en allsherjarafléttingin nær að falla innan umræddra tímamarka, þar sem enn er júní. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Safnahúsinu og lesa beina textalýsingu Vísis.
Allar takmarkanir látnar fjúka Í breytingunum felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020“ segir heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 25. júní 2021 09:06