Grindavík hafði fyrir leikinn unnið Vestra, Selfoss, Þrótt og Gróttu í síðustu fjórum leikjum.
Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindvíkingum yfir á 67. mínútu og allt stefndi í fimmta sigur Grindavíkur í röð.
Kórdrengirnir jöfnuðu hins vegar metin á 93. mínútu og þar var að verki Albert Brynjar Ingason. Lokatölur 1-1.
Grindavík er þar af leiðandi með sextan stig í öðru sæti deildarinnar en Fram er á toppnum með 21 og á leik til góða.
Kórdrengir eru í þriðja sætinu með fimmtán stig.