„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 13:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11