„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 13:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11