Heilbrigðisráðuneytið birti svar við gagnrýni læknanna á vefsíðu sinni á fimmtudag. Þar sagðist það taka skilaboðunum mjög alvarlega en benti á að staðan sem læknanir lýsa eigi engan við um alla þætti heilbrigðiskerfisins.
Læknarnir segja að í svarinu felist vantraust á yfirstjórn Landspítala og kalla eftir útskýringum. Þá vilja þeir vita hvernig fjármunum sem fara til heilbrigðiskerfisins er varið.
„Ástandið er orðið þannig að þegar við missum lækna á gólfinu er orðið illmögulegt að sinna vinnunni. Þannig að mér finnst persónulega að þær sparnaðaraðgerðir sem eru í gangi núna eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og sé verið að veita þessum fjármunum inn á spítalann þá myndi ég gjarnan vilja vita hver þeir eru að fara. Þá er kannski eðlilegast að spyrja yfirstjórn spítalans að því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahússlækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.