Tækifæri til breytinga Guðbrandur Einarsson skrifar 29. júní 2021 07:00 Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar