Telur líklegt að Saka byrji og Southgate stilli upp í 3-4-3 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 10:01 Southgate er mikill aðdáandi Saka. Marc Atkins/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic hefur stillt upp því sem hann telur líklegt byrjunarlið Englands í leiknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti