John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 12:20 John Oliver hæðist meðal annars að ferli Ballarin sem barnafatahönnuður. Skjáskot/Vísir John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira