United Airlines pantar 270 þotur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 12:44 Flugvélum United Airlines mun fjölga mikið á næstunni. Getty Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti nýlega að það hefði gengið frá stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins. Greinilegt er að stjórnendur flugfélagsins eru vongóðir um að covidvandræði flugiðnaðarins séu að baki. Pöntunin er frá bæði Boeing og Airbus og er rúmlega þrjátíu milljarða bandaríkjadala virði. Þrjátíu milljarðar dala eru tæpar fjórar billjónir króna. Viðskiptin munu gera United kleift að endurnýja eldri og minni þotur flota síns á árunum 2022 til 2026. Þeim verður aðallega skipt út fyrir Boeing 737 Max. Scott Kirby, forstjóri United, segir kaupin munu auka umsvif félagsins til að mæta uppgangi í flugsamgöngum. „Við búumst við að viðbótin við flotann muni hafa mikilvæg efnahagsleg áhrif, á samfélögin sem við þjónustum, í formi atvinnusköpunar, ferðaþjónustutekna og fraktflutninga. Á hátindi heimsfaraldursins þurfti flugfélagið að setja 36 þúsund starfsmenn í tímabundið leyfi á kostnað alríkis Bandaríkjanna. Þá þáði félagið, líkt og önnur flugfélög, himinháa ríkisstyrki og lán á hagstæðum vöxtum til þess að komast hjá gjaldþroti. „Þetta er hluti af áætlun sem nær frá nefi að stéli fyrir framtíðina og við höfum verið að vinna að henni í fjöldamörg ár,“ segir Andrew Nocella, viðskiptastjóri United Airlines. Fréttir af flugi Bandaríkin Boeing Airbus Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greinilegt er að stjórnendur flugfélagsins eru vongóðir um að covidvandræði flugiðnaðarins séu að baki. Pöntunin er frá bæði Boeing og Airbus og er rúmlega þrjátíu milljarða bandaríkjadala virði. Þrjátíu milljarðar dala eru tæpar fjórar billjónir króna. Viðskiptin munu gera United kleift að endurnýja eldri og minni þotur flota síns á árunum 2022 til 2026. Þeim verður aðallega skipt út fyrir Boeing 737 Max. Scott Kirby, forstjóri United, segir kaupin munu auka umsvif félagsins til að mæta uppgangi í flugsamgöngum. „Við búumst við að viðbótin við flotann muni hafa mikilvæg efnahagsleg áhrif, á samfélögin sem við þjónustum, í formi atvinnusköpunar, ferðaþjónustutekna og fraktflutninga. Á hátindi heimsfaraldursins þurfti flugfélagið að setja 36 þúsund starfsmenn í tímabundið leyfi á kostnað alríkis Bandaríkjanna. Þá þáði félagið, líkt og önnur flugfélög, himinháa ríkisstyrki og lán á hagstæðum vöxtum til þess að komast hjá gjaldþroti. „Þetta er hluti af áætlun sem nær frá nefi að stéli fyrir framtíðina og við höfum verið að vinna að henni í fjöldamörg ár,“ segir Andrew Nocella, viðskiptastjóri United Airlines.
Fréttir af flugi Bandaríkin Boeing Airbus Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf