93 sm lax veiddist í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2021 09:04 93 sm laxinn sem veiddist í gærí Elliðaárnum Elliðaárnar eru ekki beint þekktar fyrir neina stórlaxa en það koma þó vænir laxar inná milli. Í gær veiddist aftur á mót einn af þeim vænstu sem hafa veiðst þar síðustu ár en félagarnir Birkir Már og Sindri Hlíðar voru við veiðar og lönduðu þessu trölli. Fiskurinn tók Frances kón í Stórafossi og lét mikið fyrir sér hafa, þeir eltu hann 250m niður ánna í gegnum vægast sagt erfitt umhverfi. Áin er stórgrýtt þarna og fellur hratt! Þið getið séð meira af veiðinni þeirra í morgun á Instagram reikningum þeirra sem eru @birkirhardarsson og @sindrihlidar. Það virðist töluverð aukning vera á göngum í ánna þessa dagana en kannski ekkert skrítið þar sem aðalgöngutíminn er að hefjast og vonandi verða þessar göngur góðar. Það eru ennþá til laus veiðileyfi í Elliðaárnar í sumar en þau má finna á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur eða á www.svfr.is Stangveiði Reykjavík Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Í gær veiddist aftur á mót einn af þeim vænstu sem hafa veiðst þar síðustu ár en félagarnir Birkir Már og Sindri Hlíðar voru við veiðar og lönduðu þessu trölli. Fiskurinn tók Frances kón í Stórafossi og lét mikið fyrir sér hafa, þeir eltu hann 250m niður ánna í gegnum vægast sagt erfitt umhverfi. Áin er stórgrýtt þarna og fellur hratt! Þið getið séð meira af veiðinni þeirra í morgun á Instagram reikningum þeirra sem eru @birkirhardarsson og @sindrihlidar. Það virðist töluverð aukning vera á göngum í ánna þessa dagana en kannski ekkert skrítið þar sem aðalgöngutíminn er að hefjast og vonandi verða þessar göngur góðar. Það eru ennþá til laus veiðileyfi í Elliðaárnar í sumar en þau má finna á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur eða á www.svfr.is
Stangveiði Reykjavík Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði