Tárvot Serena þurfti að hætta leik á Wimbledon vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 09:32 Serena Williams rann á sleipum vellinum og þurfti að draga sig úr keppni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Serena Williams nær ekki sínum 24. risatitli á Wimbledon í ár en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla í sjöundu lotu gegn Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi. Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met. Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira
Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met.
Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira