Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 10:03 Jennie Nilsson hefur gegnt embætti ráðherra byggðamála í Svíþjóð frá árinu 2019. EPA Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun. Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun.
Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41