Biðlistastjórnin Helga Vala Helgadóttir skrifar 1. júlí 2021 08:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Því var lofað að geðheilbrigðisþjónusta á heilsugæslum og sjúkrahúsum um allt land yrði efld og bráða- og barna og ungingageðdeildum Landspítala tryggt fjármagn til að standa undir rekstri þeirra auk verulegrar uppbyggingar hjúkrunarheimila enda skerði skortur á hjúkrunarrýmum lífsgæði eldra fólks. Loks var því lofað að styrkja ætti rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Afrekaskráin Nú þegar fyrir liggur að núverandi stjórnarflokkar vilja halda samstarfinu áfram er ekki úr vegi að skoða afrekaskrána svo kjósendur geti metið hvort þessum flokkum sé best falið þetta mikilvæga verkefni. Allt kjörtímabilið hefur einkennst af neyðarkalli frá starfsfólki heilbrigðiskerfisins og sjúklingum sem telja sig ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Þar er ekki við starfsfólk að sakast, sem hleypur eins og mögulegt er allar sínar vaktir – né heldur Covidfaraldur sem birtist okkur á miðju kjörtímabili þegar vandinn var orðinn okkur ljós. Nei, hér liggur ábyrgðin hjá stjórnvöldum. Biðlistastefna ríkisstjórnarinnar er ljótur blettur á íslensku samfélagi. Það er ómannúðlegt að láta börn og fullorðna bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Þetta er ekki bara grimmdarlegt gagnvart þeim sjúklingum sem eiga í hlut heldur er þetta einnig efnahagslega skaðlegt. Fjöldi einstaklinga verður vanvirkur, þarf á stuðningi að halda vegna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og getur ekki notið sín eða lagt fram skerf sinn til samfélagsins. Biðlistar eftir nauðsynlegri geðþjónustu fyrir börn og ungmenni á barna- og unglingageðdeild, biðlistar eftir talmeinaþjónustu fyrir sama aldurshóp, biðlistar eftir legnámi, liðskiptaaðgerðum eða geðþjónustu fullorðinna og áralangir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum einkenna stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Þetta er biðlista-ríkisstjórn og stefna hennar er bæði samfélagslega og efnahagslega skaðleg. Mælirinn er fullur „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftarlista nærri eitt þúsund lækna úr öllum kimum heilbrigðiskerfisins. Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn axli þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins og sviknum loforðum um aðgerðir og úrbætur sem þau segja geta leitt til alvarlega atvika. Þeir vísa ábyrgð á slíkum atvikum alfarið til stjórnvalda sem skapað hafa þetta ástand. Samstaða meðal lækna hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Við þurfum að átta okkur á því að þegar sérhæfðar starfsgreinar stíga fram og benda á vandann þá eru þær um leið að auka áhættuna á því að fá ekki vinnu hjá stærsta og mögulega eina vinnustað landsins á þeirra sviði. Það þarf því mikið til svo sérhæfðar starfsstéttir stígi upp, okkur öllum til varnar. Þá samstöðu og það hugrekki ber að þakka og við varnaðarorðum þúsund lækna verður að bregðast. Hvar liggur vandinn? Við samfélaginu blasa risastór verkefni á þessu sviði: öldrunarmál, geðheilbrigðismál, vandi Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks, heilsugæslan sem þar sem hlaðist hafa upp verkefni án nægs fjármagns til að sinna þeim, og fyrrnefndir biðlistar. Sérfræðilæknar hafa verið án samninga í þrjú ár sem gerir það að verkum að þeir koma síður heim til starfa eftir sérfræðinám enda óljóst með starfsmöguleika og kjör. Á annað hundrað manns bíða á Landspítala háskólasjúkrahúsi, eftir viðeigandi hjúkrunarþjónustu utan spítalans. Sjúklingar bíða þar í spítalarými sem er á margan hátt óhentugt fyrir þennan hóp fólks, eldra fólk sem getur ekki lengur búið heima en þarf ekki á þriðja stigs heilbrigðisþjónustu að halda. Þá eru þau rými allt að fimmfalt dýrari á sólarhring en rýmin á hjúkrunarheimilum sem allir, nema ríkisstjórnin, sjá að er glórulaus meðferð á opinberu fjármagni. Með þessu eru stjórnvöld að sóa nærri fimm milljörðum á ári sem vel gætu nýst í betri þjónustu fyrir þennan sama hóp og fleiri til. Hraðari uppbygging öldrunarþjónustu þarf einfaldlega að vera í samræmi við þörf en ekki heimatilbúnar áætlanir stjórnvalda. Þessi vonda skipulagning helst svo í hendur við undirmönnun víða í heilbrigðiskerfinu vegna erfiðra starfsaðstæðna og óheyrilegs álags, og þannig magnast vandinn enn vegna misskilinna sparnaðarráðstafana ríkisstjórnarinnar. Er þetta vandi Landspítalans? Landspítalinn er þjóðarsjúkrahúsið okkar en þegar á bjátar þá er bráðamóttakan á Landspítalanum eins og sýningargluggi fyrir stöðuna í kerfinu í heild. Þegar vandi bráðamóttöku er orðinn þrálátur þá er það augljóst að heilbrigðiskerfið allt er í vanda. Til að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem veita 3. stigs heilbrigðisþjónustu, geti sinnt sínum verkefnum með fullnægjandi hætti þurfa aðrir þættir heilbrigðiskerfisins að virka, þ.e. 1. og 2. stigs þjónusta. Heilsugæslan þarf að vera þannig að allir hafi þar greiðan aðgang óháð búsetu og að ekki myndist langir biðlistar eftir viðtölum við lækna eins og nú er víða. Þar skortir í senn fjármagn, starfsfólk og fleiri heilsugæslustöðvar fyrir sístækkandi svæði um landið, svo sem á Suðurnesjum. Öldrunarþjónustan þarf einnig að vera tiltæk óháð búsetu en við erum órafjarri því. Eingöngu þeir eldri íbúar landsins, sem komnir eru með færni og heilsumat, komast á biðlista fyrir hjúkrunarheimilin og þá eru ótaldir þeir sem búa við ófullnægjandi þjónustu heima fyrir en teljast þó ekki í það viðkvæmri stöðu að þeir komist á næsta stig biðlista. Það var vegna þessarar bágu stöðu í heilbrigðiskerfinu sem tekin var sú ákvörðun í velferðarnefnd Alþingis í byrjun árs 2020 að fara í heildarskoðun á kerfinu okkar. Við fengum til okkar stjórnendur Landspítala og bráðamóttöku, stjórnendur sjúkrahúsa um allt land, rekstraraðila hjúkrunarheimila, og fulltrúa heilbrigðisstétta til að fara með okkur yfir það sem helst mætti laga og þá mátti heyra að samstaða væri um að forgangsraða þyrfti verkefnum, auka nýsköpun, tryggja fjármagn og mönnun á réttum stöðum og síðast en ekki síst fjármagna heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti. Um það voru allir aðilar sammála. Vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins viðvarandi Í skýrslu OECD frá árinu 2019 má sjá viðvarandi vanfjármögnun íslensks heilbrigðiskerfis borið saman við nágrannaþjóðir. Ísland ver rúmum 8% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála og er það undir meðaltali OECD ríkjasem telja meðal annars mun fátækari ríki en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum er sambærilegt hlutfall mun hærra eða 11% í Svíþjóð og 10% í Danmörku svo dæmi séu tekin. Fjármálaráðherra hefur sagt á kjörtímabilinu að það sé eitthvað að kerfi sem þarf sífellt fleiri fjármuni og forsætisráðherra sagði á dögunum að stóraukið fjármagn hefði verið sett til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu. Þess ber að geta að á kjörtímabilinu höfum við líkt og önnur ríki heims þurft að leggja til umtalsvert fjármagn vegna heimsfaraldurs en svo er einnig í tölum ráðherra kostnaður við byggingu nýs Landspítala og annarra bygginga. Við þurfum einfaldlega meira fjármagn til reksturs heilbrigðiskerfisins ef við ætlum að standa undir nafni sem velferðarríki. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er það dýrara á hvern landsmann að reka öfluga heilbrigðisþjónustu einmitt vegna fámennis, en ekki er heldur hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að við erum yngri þjóð en Norðurlandaþjóðirnar og því ætti vel að vera hægt og er nauðsynlegt að gera reka heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti. Það kostar að reka heilbrigðiskerfi og þegar þjóðin er spurð hvað skiptir hana mestu máli í okkar sameiginlega ríkisrekstri þá er svarið afdráttarlaust, gott opinbert heilbrigðiskerfi. Er þeim treystandi? Þegar þessi staða blasir við okkur er ekki úr vegi að spyrja hvort núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóðarinnar. Svo virðist vera sem flokkarnir tveir sem helst fara með málin, þ.e. fjármála- og heilbrigðisráðuneyti undir forystu Sjálfstæðisflokks og Vg, séu svo ósamstíga í sinni stefnu að það endar í stefnuleysi. Heilbrigðisráðherra vill að því er virðist meiri miðstýringu í heilbrigðiskerfinu með fjölgun verkefna til drekkhlaðins Landspítala en til að það skili árangri gengur ekki að skrúfa súrefnið fyrir aðra þætti kerfisins því þá lognast sú starfsemi einfaldlega út af. Eins og fyrr hefur verið komið inn á þá hefur Landspítalinn ekkert val um að veita þjónustu sem ekki fæst annars staðar í kerfinu heldur þarf að taka endalaust við. Til að byggja megi upp kröftugt heilbrigðiskerfi, sama hvaða stefnu skal fylgja, þarf að byggja upp eina lausn áður en skrúfað er fyrir aðra eins og því miður hefur verið gert nokkrum sinnum á þessu kjörtímabili. Það eykur einfaldlega á vandann að skrúfa fyrir samninga við sérfræðilækna, talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og neita að horfast í augu við stórkostlegar vangreiðslur til hjúkrunarheimila sem hafa allt kjörtímabilið glímt við verulegan rekstrarvanda eins og opinberaðist í skýrslu Gylfanefndar svokallaðrar. Fjármálaráðherra og varaformaður fjárlaganefndar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir heilbrigðisráðherra í raun vera fjármálaráðherra þessa málaflokks. Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu en fjármálaráðherra Íslands segir kerfið stórkostlega gallað fyrst það taki sífellt við meiri fjármunum. Þessi skilaboð í lok kjörtímabils eru ekki til að vekja upp von hjá kjósendum um breytta stefnu ríkisstjórnarflokkanna þegar kemur að traustu og öflugu heilbrigðiskerfi. Við vitum hvað við höfum þar og sjáum afrakstur þessarar ríkisstjornar. Við þurfum hins vegar nýja hugsun, nýsköpun í þjónustu, nægt fjármagn til uppbyggingar og pólitískt hugrekki til að ráðast í raunverulega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í þágu allra landsmanna. Stöðnun vegna ósamstöðu skilar okkur engu. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Heilsugæsla Samfylkingin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Því var lofað að geðheilbrigðisþjónusta á heilsugæslum og sjúkrahúsum um allt land yrði efld og bráða- og barna og ungingageðdeildum Landspítala tryggt fjármagn til að standa undir rekstri þeirra auk verulegrar uppbyggingar hjúkrunarheimila enda skerði skortur á hjúkrunarrýmum lífsgæði eldra fólks. Loks var því lofað að styrkja ætti rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila. Afrekaskráin Nú þegar fyrir liggur að núverandi stjórnarflokkar vilja halda samstarfinu áfram er ekki úr vegi að skoða afrekaskrána svo kjósendur geti metið hvort þessum flokkum sé best falið þetta mikilvæga verkefni. Allt kjörtímabilið hefur einkennst af neyðarkalli frá starfsfólki heilbrigðiskerfisins og sjúklingum sem telja sig ekki fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Þar er ekki við starfsfólk að sakast, sem hleypur eins og mögulegt er allar sínar vaktir – né heldur Covidfaraldur sem birtist okkur á miðju kjörtímabili þegar vandinn var orðinn okkur ljós. Nei, hér liggur ábyrgðin hjá stjórnvöldum. Biðlistastefna ríkisstjórnarinnar er ljótur blettur á íslensku samfélagi. Það er ómannúðlegt að láta börn og fullorðna bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Þetta er ekki bara grimmdarlegt gagnvart þeim sjúklingum sem eiga í hlut heldur er þetta einnig efnahagslega skaðlegt. Fjöldi einstaklinga verður vanvirkur, þarf á stuðningi að halda vegna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og getur ekki notið sín eða lagt fram skerf sinn til samfélagsins. Biðlistar eftir nauðsynlegri geðþjónustu fyrir börn og ungmenni á barna- og unglingageðdeild, biðlistar eftir talmeinaþjónustu fyrir sama aldurshóp, biðlistar eftir legnámi, liðskiptaaðgerðum eða geðþjónustu fullorðinna og áralangir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum einkenna stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Þetta er biðlista-ríkisstjórn og stefna hennar er bæði samfélagslega og efnahagslega skaðleg. Mælirinn er fullur „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftarlista nærri eitt þúsund lækna úr öllum kimum heilbrigðiskerfisins. Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn axli þá ábyrgð sem þeim ber. Þeir mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins og sviknum loforðum um aðgerðir og úrbætur sem þau segja geta leitt til alvarlega atvika. Þeir vísa ábyrgð á slíkum atvikum alfarið til stjórnvalda sem skapað hafa þetta ástand. Samstaða meðal lækna hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Við þurfum að átta okkur á því að þegar sérhæfðar starfsgreinar stíga fram og benda á vandann þá eru þær um leið að auka áhættuna á því að fá ekki vinnu hjá stærsta og mögulega eina vinnustað landsins á þeirra sviði. Það þarf því mikið til svo sérhæfðar starfsstéttir stígi upp, okkur öllum til varnar. Þá samstöðu og það hugrekki ber að þakka og við varnaðarorðum þúsund lækna verður að bregðast. Hvar liggur vandinn? Við samfélaginu blasa risastór verkefni á þessu sviði: öldrunarmál, geðheilbrigðismál, vandi Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks, heilsugæslan sem þar sem hlaðist hafa upp verkefni án nægs fjármagns til að sinna þeim, og fyrrnefndir biðlistar. Sérfræðilæknar hafa verið án samninga í þrjú ár sem gerir það að verkum að þeir koma síður heim til starfa eftir sérfræðinám enda óljóst með starfsmöguleika og kjör. Á annað hundrað manns bíða á Landspítala háskólasjúkrahúsi, eftir viðeigandi hjúkrunarþjónustu utan spítalans. Sjúklingar bíða þar í spítalarými sem er á margan hátt óhentugt fyrir þennan hóp fólks, eldra fólk sem getur ekki lengur búið heima en þarf ekki á þriðja stigs heilbrigðisþjónustu að halda. Þá eru þau rými allt að fimmfalt dýrari á sólarhring en rýmin á hjúkrunarheimilum sem allir, nema ríkisstjórnin, sjá að er glórulaus meðferð á opinberu fjármagni. Með þessu eru stjórnvöld að sóa nærri fimm milljörðum á ári sem vel gætu nýst í betri þjónustu fyrir þennan sama hóp og fleiri til. Hraðari uppbygging öldrunarþjónustu þarf einfaldlega að vera í samræmi við þörf en ekki heimatilbúnar áætlanir stjórnvalda. Þessi vonda skipulagning helst svo í hendur við undirmönnun víða í heilbrigðiskerfinu vegna erfiðra starfsaðstæðna og óheyrilegs álags, og þannig magnast vandinn enn vegna misskilinna sparnaðarráðstafana ríkisstjórnarinnar. Er þetta vandi Landspítalans? Landspítalinn er þjóðarsjúkrahúsið okkar en þegar á bjátar þá er bráðamóttakan á Landspítalanum eins og sýningargluggi fyrir stöðuna í kerfinu í heild. Þegar vandi bráðamóttöku er orðinn þrálátur þá er það augljóst að heilbrigðiskerfið allt er í vanda. Til að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem veita 3. stigs heilbrigðisþjónustu, geti sinnt sínum verkefnum með fullnægjandi hætti þurfa aðrir þættir heilbrigðiskerfisins að virka, þ.e. 1. og 2. stigs þjónusta. Heilsugæslan þarf að vera þannig að allir hafi þar greiðan aðgang óháð búsetu og að ekki myndist langir biðlistar eftir viðtölum við lækna eins og nú er víða. Þar skortir í senn fjármagn, starfsfólk og fleiri heilsugæslustöðvar fyrir sístækkandi svæði um landið, svo sem á Suðurnesjum. Öldrunarþjónustan þarf einnig að vera tiltæk óháð búsetu en við erum órafjarri því. Eingöngu þeir eldri íbúar landsins, sem komnir eru með færni og heilsumat, komast á biðlista fyrir hjúkrunarheimilin og þá eru ótaldir þeir sem búa við ófullnægjandi þjónustu heima fyrir en teljast þó ekki í það viðkvæmri stöðu að þeir komist á næsta stig biðlista. Það var vegna þessarar bágu stöðu í heilbrigðiskerfinu sem tekin var sú ákvörðun í velferðarnefnd Alþingis í byrjun árs 2020 að fara í heildarskoðun á kerfinu okkar. Við fengum til okkar stjórnendur Landspítala og bráðamóttöku, stjórnendur sjúkrahúsa um allt land, rekstraraðila hjúkrunarheimila, og fulltrúa heilbrigðisstétta til að fara með okkur yfir það sem helst mætti laga og þá mátti heyra að samstaða væri um að forgangsraða þyrfti verkefnum, auka nýsköpun, tryggja fjármagn og mönnun á réttum stöðum og síðast en ekki síst fjármagna heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti. Um það voru allir aðilar sammála. Vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins viðvarandi Í skýrslu OECD frá árinu 2019 má sjá viðvarandi vanfjármögnun íslensks heilbrigðiskerfis borið saman við nágrannaþjóðir. Ísland ver rúmum 8% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála og er það undir meðaltali OECD ríkjasem telja meðal annars mun fátækari ríki en Ísland. Á hinum Norðurlöndunum er sambærilegt hlutfall mun hærra eða 11% í Svíþjóð og 10% í Danmörku svo dæmi séu tekin. Fjármálaráðherra hefur sagt á kjörtímabilinu að það sé eitthvað að kerfi sem þarf sífellt fleiri fjármuni og forsætisráðherra sagði á dögunum að stóraukið fjármagn hefði verið sett til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu. Þess ber að geta að á kjörtímabilinu höfum við líkt og önnur ríki heims þurft að leggja til umtalsvert fjármagn vegna heimsfaraldurs en svo er einnig í tölum ráðherra kostnaður við byggingu nýs Landspítala og annarra bygginga. Við þurfum einfaldlega meira fjármagn til reksturs heilbrigðiskerfisins ef við ætlum að standa undir nafni sem velferðarríki. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er það dýrara á hvern landsmann að reka öfluga heilbrigðisþjónustu einmitt vegna fámennis, en ekki er heldur hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að við erum yngri þjóð en Norðurlandaþjóðirnar og því ætti vel að vera hægt og er nauðsynlegt að gera reka heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti. Það kostar að reka heilbrigðiskerfi og þegar þjóðin er spurð hvað skiptir hana mestu máli í okkar sameiginlega ríkisrekstri þá er svarið afdráttarlaust, gott opinbert heilbrigðiskerfi. Er þeim treystandi? Þegar þessi staða blasir við okkur er ekki úr vegi að spyrja hvort núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóðarinnar. Svo virðist vera sem flokkarnir tveir sem helst fara með málin, þ.e. fjármála- og heilbrigðisráðuneyti undir forystu Sjálfstæðisflokks og Vg, séu svo ósamstíga í sinni stefnu að það endar í stefnuleysi. Heilbrigðisráðherra vill að því er virðist meiri miðstýringu í heilbrigðiskerfinu með fjölgun verkefna til drekkhlaðins Landspítala en til að það skili árangri gengur ekki að skrúfa súrefnið fyrir aðra þætti kerfisins því þá lognast sú starfsemi einfaldlega út af. Eins og fyrr hefur verið komið inn á þá hefur Landspítalinn ekkert val um að veita þjónustu sem ekki fæst annars staðar í kerfinu heldur þarf að taka endalaust við. Til að byggja megi upp kröftugt heilbrigðiskerfi, sama hvaða stefnu skal fylgja, þarf að byggja upp eina lausn áður en skrúfað er fyrir aðra eins og því miður hefur verið gert nokkrum sinnum á þessu kjörtímabili. Það eykur einfaldlega á vandann að skrúfa fyrir samninga við sérfræðilækna, talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og neita að horfast í augu við stórkostlegar vangreiðslur til hjúkrunarheimila sem hafa allt kjörtímabilið glímt við verulegan rekstrarvanda eins og opinberaðist í skýrslu Gylfanefndar svokallaðrar. Fjármálaráðherra og varaformaður fjárlaganefndar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir heilbrigðisráðherra í raun vera fjármálaráðherra þessa málaflokks. Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu en fjármálaráðherra Íslands segir kerfið stórkostlega gallað fyrst það taki sífellt við meiri fjármunum. Þessi skilaboð í lok kjörtímabils eru ekki til að vekja upp von hjá kjósendum um breytta stefnu ríkisstjórnarflokkanna þegar kemur að traustu og öflugu heilbrigðiskerfi. Við vitum hvað við höfum þar og sjáum afrakstur þessarar ríkisstjornar. Við þurfum hins vegar nýja hugsun, nýsköpun í þjónustu, nægt fjármagn til uppbyggingar og pólitískt hugrekki til að ráðast í raunverulega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í þágu allra landsmanna. Stöðnun vegna ósamstöðu skilar okkur engu. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun