Brynjar segir þá lögreglumenn sem eiga við sönnunargögn vonda lögreglumenn Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2021 12:13 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu vegna Ásmundarsalsmálsins. Brynjar segir málið og búkmyndavélar sem við sögu koma sýna að lögreglan vilji eiga við sönnunargögn. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að meðferð lögreglunnar á efni úr búkmyndavélum í tengslum við Ásmundarsalsmálið flokkist undir það að átt hafi verið við sönnunargögn. Brynjar fjallar um hið umdeilda mál sem verið hefur mjög til umfjöllunar að undanförnu í kjölfar þess að upplýstist að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi brotið sóttvarnarlög með veru sinni í Ásmundarsal síðastliðna Þorláksmessu, í pistli sem hann birtir á Vísi. Þar kemur hann inn á ýmsa anga þess máls en segir þó verst við það allt saman ekki þá staðreynd að lögreglumenn láti eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, eins og hann orðar það: „Heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn.“ Brynjar segir málið vekja upp spurningar um hvort það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir? „Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag.“ Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Brynjar fjallar um hið umdeilda mál sem verið hefur mjög til umfjöllunar að undanförnu í kjölfar þess að upplýstist að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi brotið sóttvarnarlög með veru sinni í Ásmundarsal síðastliðna Þorláksmessu, í pistli sem hann birtir á Vísi. Þar kemur hann inn á ýmsa anga þess máls en segir þó verst við það allt saman ekki þá staðreynd að lögreglumenn láti eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, eins og hann orðar það: „Heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn.“ Brynjar segir málið vekja upp spurningar um hvort það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir? „Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag.“
Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29. júní 2021 18:31