„Þú hlýtur að vera að grínast“ Snorri Másson skrifar 1. júlí 2021 12:22 Kristrún Frostadóttir varaði við aðgerðum Seðlabankans þegar hún var aðalhagfræðingur Kviku banka í fyrra. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“ Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“
Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21