„Þú hlýtur að vera að grínast“ Snorri Másson skrifar 1. júlí 2021 12:22 Kristrún Frostadóttir varaði við aðgerðum Seðlabankans þegar hún var aðalhagfræðingur Kviku banka í fyrra. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“ Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira
Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“
Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21