Ekki má höggva tvisvar í sama knérunn barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júlí 2021 12:30 Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun