Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í gær en Vísir greindi ítarlega frá atvikinu. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á gjörgæsludeild hátt fall úr kastalanum.
Alfreð segir í samtali við fréttastofu fyrirliggjandi að þar líti menn málið mjög alvarlegum augum. En svo virðist sem vafi leiki á um hvernig standa beri að uppsetningu slíkra tækja. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en samkvæmt upplýsingum þaðan er allt kapp lagt á að upplýsa um tildrög slyssins. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum í dag.
Perlan rekur hoppukastalann en sami kastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrrasumar. Starfsleyfi rekstaraðilans var skráð í Reykjavík en ekki á Akureyri að sögn framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins á Norðurlandi eystra.
Vindur yfir viðmiðunarmörkum
Enginn tilkynning, hvorki frá rekstaraðila né Akureyrarbæ barst til heilbrigðiseftirlitsins um komu þessa kastala. Því hafi engin úttekt farið fram á starfseminni, segir Alfreð:
„Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað.“
Hann bendir einnig á að kröfur séu gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann geti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en segir hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum.
„Veðurspá gærdagsins hljóðaði upp á 11 metra á sekúndu klukkan tvö, fyrirtækið sjálft er með viðmið 10 metrar á sekúndu.“