Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Ólafur Ísleifsson skrifar 4. júlí 2021 09:00 Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar