Vinir mínir eru ekki skrímsli Hans Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 „Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar MeToo Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“ Kannski vorum við umrædd „frænka“ og okkur var sagt að fara ekki með honum neitt eða vera ein með honum. Af því hann getur verið ágengur eða erfiður, í glasi, sko, en hann er samt ágætur. Þó við þekkjum kannski ekki alla söguna þá vitum við flest um einhvern sem að okkur þætti óþægilegt að vita að væri einn með einhverjum sem okkur þykir vænt um; með barninu okkar, með litlu systur, með einhverju yngra og óvarkárara en okkur sjálfum. En við nefnum engin nöfn, og við segjum ekki hvernig hann er „leiðinlegur.“ Þau sem „lenda í honum“ vara hvert annað við og segja hvert öðru að hann sé hættulegur, ekki leiðinlegur, og það er vaninn. Þau vara við að hann sé hættulegur, við fréttum það filtrerað, og berum áfram að hann sé leiðinlegur, svolítið ágengur, kannski jafnvel erfiður. En frændi er ágætur samt, það fylgir alltaf sögunni, því að það er erfitt að horfast í augu við mennsku þeirra sem við viljum trúa að séu alltaf augljós skrímsli. Vinir mínir eru nefnilega engin skrímsli. Það getur ekki verið. Ég myndi ekki vera vinur skrímslanna. Þannig að enginn vina minna getur gert það sem bara skrímsli gera. Og við hrökkvum í vörn. Og hvað þá ef við höfum sjálf farið yfir mörkin einhvern tímann. Bara einu sinni yfir mörkin og við stígum á bremsuna þegar við fréttum að manneskja sem við sjáum sem manneskju hafi gert eitthvað svipað því sem við höfum gert og að það hafi verið slæmt. Það getur ekki hafa verið svo slæmt. Það eru bara skrímsli sem gera eitthvað virkilega slæmt, og þetta er manneskja, ekki skrímsli. Eins og ég, ég er manneskja, ekki skrímsli. Það getur ekki verið að það hafi verið slæmt, því þá væri það sem ég gerði slæmt, og ég væri þá skrímsli. Það er auðveldara og tilfinningalega ódýrara fyrir okkur að reiðast þeirri ókurteisi að flagga óhreina þvottinum sem við vitum öll að er til. Að kalla eftir því að þau sem að hann var „leiðinlegur við“ þurfi ekki að sjá hann og hlusta á hann og vita að við hömpum frænda. Það er svo óþægilegt. Veröldin er svo mikið þægilegri þegar frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, ekkert vandamál, ekkert skrímsli, bara manneskja. Það er erfiðara þegar við þurfum að horfast í augu við það að „skrímslin“ eru ekki augljós, þau eru öll manneskjur, og við gætum verið skrímsli líka. Það er erfiðara að hætta meðvirkninni og feluleiknum en að viðhalda gömlum hefðum þöggunar og nauðgunarmenningar. Svo við nefnum engin nöfn, reynum að passa upp á að frænka sé aldrei ein með frænda, og skömmum þau sem rugga bátnum með því að krefjast einhvers betra. Sama hvað það kostar frænku þegar við sjáum ekki til. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun