Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 16:01 Mario Gavranovic skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi og einnig í vítaspyrnukeppninni þegar Svisslendingar slógu heimsmeistarana út af EM. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira