Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Birkir Már segir markmið Valsmanna skýr. Vísir/Bára Dröfn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld. Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Valsmenn eiga ærið verkefni fyrir höndum gegn sterku liði Dinamo á Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudag. Leikurinn verður sýndur í beint á Stöð 2 Sport. „Maður fær alltaf erfiða leiki í þessu nýja fyrirkomulagi, við mætum alltaf meisturum einhvers lands, þannig að það eru alltaf mjög góðir mótherjar sem við fáum í fyrstu umferð. Það er bara okkar að eiga tvo toppleiki og koma okkur áfram í þessu.“ sagði Birkir Már í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið sló Tottenham frá Englandi úr keppni í 16-liða úrslitunum. Dinamo vann þar 3-0 sigur í Króatíu eftir 2-0 tap fyrir Tottenham í Lundúnum, en féll síðar úr keppni gegn Villarreal í 8-liða úrslitunum. Villarreal vann síðar keppnina í vor. Ljóst er því að verkefnin verða ekki mikið stærri en þetta. „Við verðum að vera með kassann úti, það þýðir ekkert að vera lítill í sér. Við viljum vera í Evrópukeppni, við viljum vera í Meistaradeildinni og við vitum að við getum mætt mjög góðum liðum, þá þýðir ekkert að skríða inn í skelina og gefast upp fyrir leik. Við verðum bara að fara út og vona að allir eigi 100% leik, til að byrja með allavega og koma til baka til Íslands með möguleika fyrir seinni leikinn.“ segir Birkir Már. Þolinmæði lykillinn og markmiðin skýr En hvernig munu Valsmenn þá nálgast verkefnið? „Við byrjum á því að vera þolinmóðir í varnarleiknum heldur en við myndum gera hérna heima. Við vitum að þeir verða meira með boltann og að við þurfum að verjast vel. En að sama skapi þurfum við, þegar við vinnum boltann, að þora að halda aðeins í hann, hvíla okkur með boltann, og nota þessi tækifæri til að fara hratt á þá og þá eru föstu leikatriðin mikilvæg líka. Birkir Már, líkt og landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem einnig leikur með Valsmönnum eiga ekki bestu minningarnar frá Zagreb. Báðir léku þeir með Íslandi sem tapaði umspilssleik fyrir Króötum á Maksimir-leikvanginum fyrir HM 2014 auk þess að tapa 0-2 fyrir Króötum á sama velli í undankeppni HM 2018. „Nú er komið nóg af því að koma frá Zagreb með einhver drasl úrslit. Við reynum að fara með góða tilfinningu frá Króatíu núna.“ segir Birkir Már sem segir jafnframt að Valsmenn vilji skrifa söguna. „Persónulega, fyrir mitt leyti, vill ég vera hluti af þessu fyrsta liði sem fer í riðlakeppni í Evrópukeppni. Þetta er markmiðið hjá okkur, við viljum vera þetta fyrsta lið, sem skrifar söguna, segir Birkir Már en viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Birkir Már Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira