Evra með fisk, franskar og fleiri kyndingar í stórfurðulegu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:00 Patrice Evra er enginn venjulegur maður og sannar það í hverju myndbandinu á fætur öðru. Instagram/@patrice.evra Þetta er hvatningarmyndband fyrir enska landsliðið en þetta er líka myndband með frönsku goðsögninni Patrice Evra. Þá er víst von á öllu. Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira