Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 2-3 | Dramatískur endurkomusigur Blika Sverrir Mar Smárason skrifar 6. júlí 2021 23:36 Breiðablik heldur í við topplið Vals með sigrinum. Vísir/Elín Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og áttu tæp tuttugu marktilraunir. Þeim gekk þó erfiðlega að brjóta niður vörn Þróttar. Það gerðu þær svo á 28.mínútu leiksins. Hafrún Rakel átti þá góða fyrirgjöf inn í teig Þróttar, eftir smá skallatennis náði Chloe Vande Verde að skalla boltann í átt að markinu, þar var Tiffany McCarty sem skoraði. Líkt og fyrr segir reyndu Blikastúlkur mikið af skotum í fyrri hálfleik og Agla María átti meðal annars mjög gott skot í slá. Staðan 0-1 Breiðablik í vil í hálfleik. Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Breiðablik byrjaði betur og héldu áfram að sækja en það dróg fyrst til tíðinda á 64.mínútu þegar Ólöf Sigríður sendi boltann í gegnum vörn Blika á Ísabellu Önnu. Telma Ívarsdóttir varði frá Ísabellu en boltinn datt til Lindu Líf Boama sem skoraði snyrtilega og jafnaði metin, 1-1. Þróttur R. sóttu meira eftir markið og á 76.mínútu fengu þær vítaspyrnu. Ólöf Sigríður slapp þá í gegn, bæði Telma markmaður og Heiðdís Lillýardóttir reyndu að stöðva hana. Helgi Ólafsson, dómari leiksins, benti á punktinn. Úr vítinu skoraði Katherine Amanda Cousins örugglega og Þróttur komnar yfir 2-1. Breiðablik voru ekki á því að gefast upp. Agla María þar fremst í flokki. Einmitt hún skoraði jöfnunarmarkið á 87.mínútu úr frábæru skoti af vinstri kantinum, 2-2. Þær náðu svo að snúa tapi í sigur á 92.mínútu. Agla María sendi þá boltann inn í teig úr aukaspyrnu. Írisi Dögg, markmaður Þróttar, tókst ekki að grípa boltann sem fór í hausinn á varamanninum, Vigdísi Eddu, og yfir línuna. Gríðarlega svekkjandi fyrir Þrótt en af sama skapi ánægjulegt fyrir Blika. Lokatölur 2-3 sigur Breiðabliks. Af hverju vann Breiðablik? Þær spiluðu margfalt betri leik úti á vellinum í kvöld. Spiluðu sig oft í góðar stöður ofarlega á vellinum og Þrótti gekk illa að halda boltanum í lengri tíma. Blikastúlkur náðu því að þreyta andstæðinginn vel. Þegar Agla María jafnaði þá voru leikmenn Þróttar búnar á því og Blikar gengu á vaðið. Hverjar stóðu upp úr? Agla María Albertsdóttir var best í kvöld. Skoraði frábært mark, lagði upp sigurmarkið og ógnaði sífellt upp kantinn. Ólöf Sigríður olli miklum usla í vörn Blika. Fiskaði vítið og sendi sendinguna í gegnum vörnina í fyrra markinu. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk ekki mjög vel að nýta þær góðu stöður sem þær sköpuðu sér og fjölmörg skot voru ekki nægilega góð. Þrótti gekk illa að halda boltanum og losa pressuna í lengri tíma í einu. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur áfram að berjast á toppnum og spila gegn Fylki mánudaginn 12.júli. Þróttur eru hins vegar í ágætis stöðu og ekkert of langt í toppinn. Þær taka á móti Tindastóli 11.júlí. Agla María: Ef við vinnum alla leiki þá er titillinn okkar Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Blika í kvöld.vísir/daníel þór Agla María Albertsdóttir, landsliðskona og leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir dramatískan endurkomu sigur síns liðs gegn Þrótti í Laugardalnum í kvöld. „Já, bara stórkostleg tilfinning, ótrúlega sætt. Það var mjög svekkjandi að lenda þarna 2-1 undir og bara að jafna þá höfðum við allar trú á þessu allan tímann, get ekki lýst þessu, bara frábært.“ sagði Agla María. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik en náði einungis að skora eitt mark. Í síðari hálfleik tóku Þróttarar við sér og komust 2-1 yfir áður en Breiðablik snéru leiknum aftur í sigur í blálokin þar sem Agla María jafnaði meðal annars í 2-2. „Það vantaði aðeins uppá á síðasta þriðjungi og þetta var svolítið stöngin út.“ sagði Agla María um fyrri hálfleikinn og hafði þegar hún var beðin um að lýsa eigin marki sagði Agla María „hún stóð aðeins framarlega og fjær hornið var laust, auðvitað þarf smá heppni líka en mér fannst ég eiga þetta skilið eftir sláarskotið í fyrri hálfleik.“ Breiðablik eru einu stigi á eftir Val á toppi deildarinnar. Agla María segir þær lítið pæla í öðrum liðum og að þær ætli að vinna rest. „Sko, ef við vinnum alla leiki sem eftir eru þá er titillinn okkar svo við pælum ekki mikið í þeim (Val).“ Að lokum voru komnar upp vangaveltur um það hvort Agla María væri á leið í atvinnumennsku nú í glugganum. Agla María sagði svo ekki vera. „Ég er bara samningsbundin Breiðabliki og stefni á að klára tímabilið með þeim.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik
Þróttur R. tók á móti Breiðablik í Laugardalnum í kvöld. Dramatíkin var í hávegum höfð, svo ekki sé meira sagt. Lokatölur 3-2 Blikum í vil, en gestirnir skoruðu seinustu tvö mörkin á lokamínútunum. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og áttu tæp tuttugu marktilraunir. Þeim gekk þó erfiðlega að brjóta niður vörn Þróttar. Það gerðu þær svo á 28.mínútu leiksins. Hafrún Rakel átti þá góða fyrirgjöf inn í teig Þróttar, eftir smá skallatennis náði Chloe Vande Verde að skalla boltann í átt að markinu, þar var Tiffany McCarty sem skoraði. Líkt og fyrr segir reyndu Blikastúlkur mikið af skotum í fyrri hálfleik og Agla María átti meðal annars mjög gott skot í slá. Staðan 0-1 Breiðablik í vil í hálfleik. Síðari hálfleikur var kaflaskiptur. Breiðablik byrjaði betur og héldu áfram að sækja en það dróg fyrst til tíðinda á 64.mínútu þegar Ólöf Sigríður sendi boltann í gegnum vörn Blika á Ísabellu Önnu. Telma Ívarsdóttir varði frá Ísabellu en boltinn datt til Lindu Líf Boama sem skoraði snyrtilega og jafnaði metin, 1-1. Þróttur R. sóttu meira eftir markið og á 76.mínútu fengu þær vítaspyrnu. Ólöf Sigríður slapp þá í gegn, bæði Telma markmaður og Heiðdís Lillýardóttir reyndu að stöðva hana. Helgi Ólafsson, dómari leiksins, benti á punktinn. Úr vítinu skoraði Katherine Amanda Cousins örugglega og Þróttur komnar yfir 2-1. Breiðablik voru ekki á því að gefast upp. Agla María þar fremst í flokki. Einmitt hún skoraði jöfnunarmarkið á 87.mínútu úr frábæru skoti af vinstri kantinum, 2-2. Þær náðu svo að snúa tapi í sigur á 92.mínútu. Agla María sendi þá boltann inn í teig úr aukaspyrnu. Írisi Dögg, markmaður Þróttar, tókst ekki að grípa boltann sem fór í hausinn á varamanninum, Vigdísi Eddu, og yfir línuna. Gríðarlega svekkjandi fyrir Þrótt en af sama skapi ánægjulegt fyrir Blika. Lokatölur 2-3 sigur Breiðabliks. Af hverju vann Breiðablik? Þær spiluðu margfalt betri leik úti á vellinum í kvöld. Spiluðu sig oft í góðar stöður ofarlega á vellinum og Þrótti gekk illa að halda boltanum í lengri tíma. Blikastúlkur náðu því að þreyta andstæðinginn vel. Þegar Agla María jafnaði þá voru leikmenn Þróttar búnar á því og Blikar gengu á vaðið. Hverjar stóðu upp úr? Agla María Albertsdóttir var best í kvöld. Skoraði frábært mark, lagði upp sigurmarkið og ógnaði sífellt upp kantinn. Ólöf Sigríður olli miklum usla í vörn Blika. Fiskaði vítið og sendi sendinguna í gegnum vörnina í fyrra markinu. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk ekki mjög vel að nýta þær góðu stöður sem þær sköpuðu sér og fjölmörg skot voru ekki nægilega góð. Þrótti gekk illa að halda boltanum og losa pressuna í lengri tíma í einu. Hvað gerist næst? Breiðablik heldur áfram að berjast á toppnum og spila gegn Fylki mánudaginn 12.júli. Þróttur eru hins vegar í ágætis stöðu og ekkert of langt í toppinn. Þær taka á móti Tindastóli 11.júlí. Agla María: Ef við vinnum alla leiki þá er titillinn okkar Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Blika í kvöld.vísir/daníel þór Agla María Albertsdóttir, landsliðskona og leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir dramatískan endurkomu sigur síns liðs gegn Þrótti í Laugardalnum í kvöld. „Já, bara stórkostleg tilfinning, ótrúlega sætt. Það var mjög svekkjandi að lenda þarna 2-1 undir og bara að jafna þá höfðum við allar trú á þessu allan tímann, get ekki lýst þessu, bara frábært.“ sagði Agla María. Blikastúlkur höfðu mikla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik en náði einungis að skora eitt mark. Í síðari hálfleik tóku Þróttarar við sér og komust 2-1 yfir áður en Breiðablik snéru leiknum aftur í sigur í blálokin þar sem Agla María jafnaði meðal annars í 2-2. „Það vantaði aðeins uppá á síðasta þriðjungi og þetta var svolítið stöngin út.“ sagði Agla María um fyrri hálfleikinn og hafði þegar hún var beðin um að lýsa eigin marki sagði Agla María „hún stóð aðeins framarlega og fjær hornið var laust, auðvitað þarf smá heppni líka en mér fannst ég eiga þetta skilið eftir sláarskotið í fyrri hálfleik.“ Breiðablik eru einu stigi á eftir Val á toppi deildarinnar. Agla María segir þær lítið pæla í öðrum liðum og að þær ætli að vinna rest. „Sko, ef við vinnum alla leiki sem eftir eru þá er titillinn okkar svo við pælum ekki mikið í þeim (Val).“ Að lokum voru komnar upp vangaveltur um það hvort Agla María væri á leið í atvinnumennsku nú í glugganum. Agla María sagði svo ekki vera. „Ég er bara samningsbundin Breiðabliki og stefni á að klára tímabilið með þeim.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti