Axla ábyrgð, hætta með þáttinn og biðja íbúa í Eyjum afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 14:14 Heiðar og Snæbjörn hafa haldið úti Eld og brennistein. Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sem haldið hafa úti útvarpsþættinum Eldur og brennisteinn, fyrst á X-inu og síðar á Vísi, hafa ákveðið að láta staðar numið með þáttinn. Þeir segjast hafa farið yfir strikið í síðasta þætti sínum þar sem þeir fjölluðu um Þjóðhátíð og lásu meðal annars upp og lögðu út af umdeildri bloggfærslu frá árinu 2012. „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu,“ voru ummæli sem vöktu athygli í gær. Ýmsir hafa fordæmt ummælin og má þar nefna Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og forvera hennar Elliða Vignisson. Þá skrifaði Sveinn Waage pistil á Vísi þar sem hann snerti á ummælunum. „Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestamanneyja auðmjúklega afsökunar,“ segja Snæbjörn og Heiðar. Þeir hafa ákveðið að taka þáttinn af dagskrá. „Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmannaeyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snæbjörn axlar ábyrgð á hegðun sinni. Það gerði hann sem varaþingmaður Pírata árið 2019 fyrir að hafa verið dónalegur við blaðakonu á Kaffibarnum, hegðun sem hann sagði ekki sæma kjörnum fulltrúa. Eldur og brennisteinn Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þeir segjast hafa farið yfir strikið í síðasta þætti sínum þar sem þeir fjölluðu um Þjóðhátíð og lásu meðal annars upp og lögðu út af umdeildri bloggfærslu frá árinu 2012. „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu,“ voru ummæli sem vöktu athygli í gær. Ýmsir hafa fordæmt ummælin og má þar nefna Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og forvera hennar Elliða Vignisson. Þá skrifaði Sveinn Waage pistil á Vísi þar sem hann snerti á ummælunum. „Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestamanneyja auðmjúklega afsökunar,“ segja Snæbjörn og Heiðar. Þeir hafa ákveðið að taka þáttinn af dagskrá. „Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmannaeyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snæbjörn axlar ábyrgð á hegðun sinni. Það gerði hann sem varaþingmaður Pírata árið 2019 fyrir að hafa verið dónalegur við blaðakonu á Kaffibarnum, hegðun sem hann sagði ekki sæma kjörnum fulltrúa.
Eldur og brennisteinn Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning