Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júlí 2021 17:15 Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000. Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000.
Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00