Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:45 Lionel Messi og liðsfélagar hans fagna hér sigri í vítakeppninni í nótt. AP/Andre Penner Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar Fótbolti Copa América Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar
Fótbolti Copa América Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira