Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Óvissa ríkir um framtíð Dembélé (t.v.) og Griezmann (t.h.) í Katalóníu. NurPhoto via Getty Images/Urbanandsport Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim. Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira