Segir fólk leggjast í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 08:00 Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Uppistandið hefur verið vinsælt í gæsunum, en hún segir það ekki hafa orðið til þess að neinni brúði hafi snúist hugur. Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Hún segir tilviljanir ráða of miklu þegar fólk parar sig saman og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka. Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald. Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald.
Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01
Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01