Það virðist því ótímabært að lýsa yfir goslokum, þótt eldstöðin hafi hökt talsvert undanfarna tíu daga, með fimm mislangum goshléum frá 28. júní. Hléið sem núna virðist vera lokið er þó það lengsta til þessa.

Óróarit Veðurstofu Íslands var fyrir hádegi farið að sýna merki um vaxandi óróa. Ennþá vantar þó talsvert uppá að óróinn nái sama styrk og hefur verið þegar eldgosið hefur verið í fullum ham.
Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Hér má sjá frétt í síðustu viku um fyrstu goshléin og eðlisbreytingu sem varð á gosinu: