Danir komust yfir með marki Mikkel Damsgaard en Englendingar jöfnuðu fyrir hlé. Harry Kane skoraði svo sigurmarkið eftir framlengingu.
Danirnir fylgdust eðlilega vel með sínum mönnum og danska konungsfjölskyldan var þar ekki undanskilin.
Hún var meðal annars mætt á leikinn á Wembley í gær og sendi landsliðsstrákunum hughreystandi kveðjur á Instagram síðu sinni í leikslok.
„Takk til frábæra landsliðsins okkar. Þrátt fyrir að veislunni sé lokið núna þá erum við stolt af þessari frammistöðu sem við höfum orðið vitni að,“ skrifa þau.
„Takk fyrir að hafa lagt hjarta ykkar í þetta og gefa allt sem þið áttuð.“
Það var ekki bara danska konungsfjölskyldan sem sendi dönsku strákunum kveðju. Meðal annars sendi tenniskonan magnaða Caroline Wozniacki dönsku strákunum kveðju en hún er einnig frá Danmörku.
Really proud of the guys! They showed heart and grit the whole tournament! Proud to be Danish 🇩🇰
— Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) July 7, 2021